Stærsta handboltamót seinni ára á Akureyri

KA og Þór halda mótið í sameiningu. Mynd: Þórir Tryggva
KA og Þór halda mótið í sameiningu. Mynd: Þórir Tryggva

Eitt stærsta handboltamót sem haldið hefur verið á Akureyri fer fram um helgina. Hvorki fleiri né færri en rúmmlega 700 iðkendur frá 30 félögum mæta til leiks. Það eru unglingaráð handknattleiksdeilda Þórs og KA sem halda mótið sameiginlega en um er að ræða mót í 6.flokki karla og kvenna eldra og yngra ár.

Mótið fer fram í nánast öllum íþróttahúsum bæjarins sem geta hýst handboltavöll í sæmilegri stærð og hvetjum við áhugasama að kíkka við um helgina og sjá framtíðar leikmenn Íslands í handbolta leika listir sínar.