Styrktarseðlar körfuknattleiksdeildar komnir í heimabanka

Kæru Þórsarar og aðrir körfuboltaunnendur. Við hjá körfuknattleiksdeildinni sendum í gær út valgreiðslu upp á 2.990 kr í heimabanka eins og kannski mörg ykkar hafa séð. Þessi styrkur fer í rekstur á báðum meistaraflokksliðum okkar og skiptist til jafns milli liðanna.  Það er markmið okkar að búa til farveg fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins að keppa og ná árangri bæði persónulega og sem liðsheild undir merkjum félagsins. Því leitum við til ykkar stuðningsmannanna til að hjálpa okkur í þessu verkefni. 

Þeir sem hafa ekki fengið kröfu til sín eða vilja styrkja um aðra upphæð geta sent póst á formadur.karfa@thorsport.is 

Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Þórs 

Hjálmar Pálsson 

Formaður