Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Á laugardaginn 11.febrúar tók 3. flokkur á móti Fjölni/Fylki í Íþróttahöllinni á Akureyri. Fjölnis/Fylkismenn höfðu þá deginum áður keppt við granna okkar í KA og tapað með einu marki.
Leikurinn var hörkuspennandi frá byrjun til enda. Markahæstu menn okkar voru Andri Snær Jóhannsson með 7 mörk og Arnviður Bragi Pálmason með 5 mörk. Hálfleikstölur voru 10-10. Eftir nokkuð erfiðan seinni hálfleik náðum við yfirhöndinni á síðustu mínútunum og urðu lokatölur 20-18 okkur í vil. 
Við þökkum Fjölni/Fylki kærlega fyrir heimsóknina í öllu þessu roki.