Þór tekur á móti Sindra

Þór tekur á móti Sindra

Á morgun, föstudag tekur Þór á móti liði Sindra frá Höfn í Hornafirði í 12. umferð 1. deildar karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Lið Sindra er feiknalega sterkt í ár en liðið er í toppbaráttunni og situr sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar með sextán stig líkt og Hamar. Sindri hefur einungis tapað þremur leikjum í vetur þ.e. úti gegn Hamri og Hrunamönnum og heima gegn Skallagrími.

Eins og áður segir er lið Sindra mjög sterkt en liðið hefur teflt fram sex erlendum leikmönnum sem allir hafa spilað stórt hlutverk í liðinu. Þeirra fremstur í flokki er Tyler Stewart með 19,6 stig og 8,5 fráköst að meðaltali. Því næst kemur Oskar Jorgensen með 17,8 stig og Rimantas Daunys með 16,1 stig, 6 fráköst. og Guillermo Sanchez Daza með 11,8 stig og 5,8 fráköst. Stigahæsti Íslenski leikmaðurinn er Árni Birgir Þorvarðarson með 10,5 stig og 5 fráköst.

Þjálfari Sindra er Israel Martin.

Hjá okkar mönnum er staðan enn sú sama, við leitum enn logandi ljósi að fyrsta sigri vetrarins. Ýmislegt hefur gengið á hjá okkar mönnum, breyting á leikmannahópi þegar hinn Bandaríski Tarojae Brake var sendur heim og hinn Spænski Arturo Rodriguez kom inn í hans stað. Þá hafa meiðsl einnig sett strik í reikninginn.

Stigahæsti leikmanna Þórs er Arturo með 23,8 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar næstur kemur Smári Jónsson með 14,8 stig, Toni Cutuc með 13,2 stig og 10,8 fráköst. Þá eru þeir Baldur Örn með 7,3 stig og 7,6 fráköst og þá eru þeir Kolbeinn Fannar og Hlynur Freyr með 6 stig hvor.

Þegar liðin mættust á Höfn í október síðastliðnum höfðu heimamenn sigur 98:50 í leik þar sem erlendu leikmenn liðs Sindra skoruðu 83 stig en tveir Íslenskir leikmenn voru með 15 stig. Hjá Þór var Tarojae með 18 stig, Hlynur Freyr með 16 og Smári 7.

Stuðningsmenn Þórs eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja liðið til sigurs. Stuðningur áhorfenda er liðinu afar mikilvægur og hann getur hreinlega skipt sköpum. Stöndum saman og sýnum strákunum okkar að okkur er ekki sama, látum hendur standa fram úr ermum eða öllu heldur öskrum okkur hás og sjáum hverju það skilar.

Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur

Miðaverð á leikinn er 2000 krónur og frítt fyrir 16 ára og yngri

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Meira um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Áfram Þór alltaf, alls staðar