Þór tekur á móti Snæfelli

Þór tekur á móti Snæfelli

Á morgun, miðvikudag tekur Þór á móti Snæfelli í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Þegar liðin mætast er Snæfell í öðru sæti deildarinnar með 16 stig eftir níu umferðir en Þór er í þriðja sætinu með 14 stig eftir tíu leiki.

Snæfell er með feikna sterkan hóp enda hefur liðið aðeins tapað einum leik í deildinni til þessa þegar liðið tapaði gegn KR í fyrstu umferð.

Þór og Snæfell mættust í Stykkishólmi í byrjun október og höfðu heimakonur sex stiga sigur gegn Þór 63:57. Í þeim leik var Rebekka Rán með 16 stig, Ylenía Bonett og Cheah Rael Whitsitt 14 hvor og Preslava Koleva 10.

Í liði Þórs var Heiða Hlín stigahæst með 15 stig, Maddie 14 og þær Hrefna og Emma Karólína 11 stig hvor.

Í liði Snæfells fer mest fyrir Cheah Emountainspring Rael Whitsitt sem er með 22.3 stig 19.9 fráköst og 4.6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Rebekka Rán Karlsdóttir er með 12.7 stig sem og Preslava Radislavova og Ylenia Maria Bonett 12.1 stig. Skammt undan er svo Minea Ann-Kristin Takala með 8.9 stig. Þokkaleg tölfræði þessara leikmanna.

Í liði Þórs er Maddie Sutton atkvæðamest með 20.7 stig 19.3 fráköst og 4,2 stoðsendingar. Hrefna er með 13.9 stig, Heiða Hlín 11 og þær Marín Lind og Emma Karólína 9.3 stig hvor. Skammt undan er svo Eva Wium með 8.1 stig. Þetta er heldur ekki amaleg tölfræði.

Í síðustu umferð hafði Snæfell öruggan 79:30 stigur gegn b liði Breiðabliks en stelpurnar okkar höfðu sterkan 66:87 útisigur gegn Tindastóli.

Telja má víst að leikur Þórs og Snæfells verður jafn og spennandi, leikur sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Það sem af er vetri er Þór taplaust á heimavelli og engin ástæða til að breyta út af þeim vana.

Skorum á stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs.

Leikurinn hefst klukkan 19:15. Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Staðan í deildinni

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV

https://page.inplayer.com/ThorSportsclub/item.html?id=3502852

Áfram Þór alltaf, alls staðar

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort