Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór TV hefur í nokkurn tíma streymt útsendingum leikja í gegnum Vimeo, en nú færum við okkur yfir á Livey.
Leikur Þórs og Selfoss í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld verður sá fyrsti sem fer þar í gegn, en áskriftir sem hafa verið í gildi í gegnum sjötta manninn munu að sjálfsögðu virka áfram. Þegar smellt er á Þór TV hnappinn efst til hægri á forsíðu thorsport.is eða farið á slóðina thorsport.is/tv opnast síða þar sem sjá má næsta leik sem streymt verður, ásamt leikjum sem eru á dagskrá á næstunni. Þar eru núna komnir inn næstu leikir í körfuboltanum, en við eigum eftir að færa yfir þá leiki í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu sem eru á dagskrá hjá Þór TV á næstunni.
Við munum segja nánar frá þessu á næstu dögum, en almennt munu notendur ekki finna fyrir mikilli breytingu, að öðru leyti en því að þegar farið er inn á Þór TV kemur upp önnur síða, eða annað viðmót, en áður.