Þórsarar á Hæfileikamóti KSÍ

Karen Hulda Hrafnsdóttir verður fulltrúi Þórs síðar í vikunni þegar Hæfileikamót stúlkna fer fram í Reykjavík. Mótið fer fram fimmtudag, föstudag og laugardag í Safamýri, á Origovellinum og á Laugardalsvelli.

Óskum Kareni til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.

Í síðustu viku tóku Þórsararnir Kristófer Kató Friðriksson og Jósef Orri Axelsson þátt í sama verkefni hjá KSÍ strákamegin og stóðu sig með mikilli prýði.