Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór van Fylki í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar eftir jólafrí í kvöld.
Þórsarar voru nokkuð áberandi á leikmannamarkaðnum í jólafríinu, þrír út og þrír inn, en leikmannaglugganum var lokað í gær. Þórsarar fengu leikmenn sem spila undir heitunum ALLEE**, TONY og CLVR, en frá Þór fóru JON og DELL1. Einn nýju leikmanna Þórs, ALLEE** var maður leiksins í sigrinum í kvöld.
Þórsarar sigruðu Fylki í fyrsta leik ársins, 16-9, og eru nú við toppinn með 18 stig.
Hér að neðan má sjá félagaskiptin í leikmannaglugganum sem lokað var í gær. Myndin er af Facebook-síðu Rafíþróttasambandsins.
ALLEE** var maður leiksins í sigrinum á Fylki.