Þórsarar sækja Þrótt heim í dag

Sjöttu umferð Lengjudeildarinnar lýkur í dag með tveimur leikjum. Þórsarar fara í Laugardalinn og mæta Þrótti. Leikurinn hefst kl. 14.

Fyrir leikinn eru Þórsarar í 5. sæti deildarinnar með níu stig eftir fimm leiki, en Þróttarar í 10. sæti með fjögur stig eftir fimm leiki. Þróttur spilaði í 2. deild í fyrra þannig að þessi lið mættust ekki síðastliðið sumar. Síðast þegar þau mættust, sumarið 2021, en þá vann Þór báða leikina. Viðureignir þessara liða í næstefstu deild eru orðnar 30 talsins. Þórsarar hafa unnið 16 leiki, en Þróttarar tíu. 

Þórsarar á suðvesturhorninu eru hvattir til að kíkja í Laugardalinn til að styðja okkar menn - en ef þið komist ekki er líka hægt að horfa frítt á leikinn á YouTube-rás Lengjudeildarinnar.

 

Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar nokkur lið hafa þegar leikið sína leiki í sjöttu umferðinni.