Þórsstúlkur töpuðu í Hólminum

Þórsstúlkur töpuðu í Hólminum

Heiða Hlín var stigahæst Þórs með 15 stig í tapi gegn Snæfelli og Maddie var með 14 stig.

Heimakonur byrjuðu leikinn betur og leiddu leikinn með tíu stigum þegar annar leikhlutinn hófst 19:9. Stelpurnar okkar mætu ákveðnari í annan leikhlutann sem þær unnu með sex stigum og staðan í hálfleik 35:31 heimakonum í vil. Hjá Þór var Maddie með 12 stig, Heiða 6, Emma 4 og þær Rut Herner og Eva Wium 3 hvor.

Þórsarar komu mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og eftir fjögra mínútna leik hafði Þór komist yfir 37:39. Snæfell komst svo aftur yfir 42:40 og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn jafn en undir lokin náðu heimakonur góðum kafla og unnu leikhlutann með einu stigi 14:13. Munurinn á liðunum var fimm stig þegar lokakaflinn hófst 49:44.

Rétt eins og fyrsti leikhluti þá var fátt sem gekk upp hjá Þór, Eva Wium fékk fimmtu villuna um miðjan leikhlutann og hittnin var slök en eftir sex mínútna leik hafði Þór aðeins skorað 5 stig. Heimakonur náðu um tíma tíu stiga forskoti 59:49.

Undir lok leiksins fékk Maddie dæmda á sig óíþróttamannslega villu og þá var munurinn fjögur stig 61:57 og fjórtán sekúndur eftir af leiknum. Snæfell hélt út og vann leikhlutann með einu stigi 14:13 og lokatölur 63:57.

Í raun má segja að fyrsti leikhlutinn hafi verið okkar stúlkum dýr en þegar honum lauk þurftu þær að vinna upp 10 stiga mun og í slíkt fer mikil orka. Þá spilar inn í að á lokasprettinum fékk Eva Wium sína fimmtu villu og þá náði Karen Lind á strik og fór í gegnum leikinn án þess að skora en var með eina stoðsendingu.

Hjá Þór var Heiða Hlín með 15 stig, 5 fráköst og eina stoðsendingu. Maddie 14/12/2, Hrefna 11/1/0, Emma Karólína 11/8/2, Eva Wium 4/3/2, Rut Herner 2/7/1 og Karen Lind 0/0/1.

Framlag leikmanna Snæfells: Rebekka Rán 16/5/2, Ylenia Bonett 17/8/3, Cheah Emountainspring 14/22/7, Preslava Koleva 10/10/2, Vaka Thorsteinsdóttir 3/0/1, Minea Ann-Kristin Takala 3/3/0 og Dagný Inga 1/2/0.

Nánari tölfræði 

Staðan

Gangur leiks eftir leikhlutum 19:9 / 16:22 (35:31) 14:13 / 14:13 = 63:57

Í næsta leik tekur Þór á móti Hamri-Þór í leik sem fram fer föstudagskvöldið 7. október og hefst klukkan 19:15.

Áfram Þór alltaf, alls staðar