Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KSÍ hefur boðað hóp leikmanna á svokallaðar leikstöðuæfingar, sem eru sérstaklega ætlaðar varnarmönnum. Í þeim hópi eru þrír leikmenn úr Þór/KA.
Það eru þær Ásta Ninna Reynisdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir
Á æfingunum verður eingöngu unnið með varnarleik auk þess að leikmenn þurfa að vinna verkefni milli æfinga tengt varnarleik.
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða. Fyrrum landsliðskonur Íslands munu einnig þjálfa á æfingunum.