Þröstur Guðjónsson gerður að heiðursfélaga

Þröstur Guðjónsson, nýr heiðursfélagi í Þór, ásamt Nóa Björnssyni, formanni félagsins. Mynd: Ármann …
Þröstur Guðjónsson, nýr heiðursfélagi í Þór, ásamt Nóa Björnssyni, formanni félagsins. Mynd: Ármann Kolbeinsson.

Þröstur Guðjónsson var í gær sæmdur heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.

Nói Björnsson formaður flutti eftirfarandi ræðu um Þröst við athöfnina:

Þröstur er fæddur á Ísafirði um miðja siðustu öld og bjó hann þar fram til 1971 er hann flutti til Akureyrar. Nýlega útskrifaður frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni. Þegar til Akureyrar kom tók hann að sér knattsp.þjálfun hjá Þór og sinnti þvi með stæl i mörg ár. Undirritaður kynntist Þresti þar fyrst og naut góðs af.

Hefðir kannski þurft að fara aðeins betur í mataræðið Þröstur minn.

Hann hóf einnig að leika knattspyrnu með ÍBA, siðar Þór og körfubolta með Þór. Þröstur var gríðarlega duglegur að sækja sér verkefni í íþróttahreyfingunni mest sem sjálfboðaliði. Sat m.a. i stjórn kröfuknattleiksdeildar á tímabili. Einnig var hann i Skiðaráði Akureyrar i rúm 20 ár stóran hluta þess tima sem formaður , formaður IBA var kappinn i ein 20 ár lika. Ekki má gleyma aðkomu Þrastar að íþróttum fatlaðra í allri þessari upptalningu, hann hefur alla tíð verið duglegur að sækja sér menntunar og eða upplýsinga í þeim fræðum .

Þröstur hefur svo sannarlega verið ofvirkur i íþróttahreyfingunni. Meðfram þvi starfi rak hann fyrirtækið Málningarmiðstöðina eftir að hann hætti iþróttakennslunni eftir 25 ár i kennslunni. Í gegnum fyrirtækið sitt hefur hann staðið þétt við bakið og stutt diggilega við iþróttafélög bæjarins.

Það er óhætt að fullyrða að við í íþróttahreyfingunni höfum verið heppin að Þröstur skildi velja að koma til Akureyrar að námi loknu. Hvar hann hefur fundið tima til að sinna öllum þessum verkefnum veit ég ekki en þakka mikið fyrir framlagið, sérstaklega til handa Íþróttafél. Þór.

Við þurfum kannski að fá þig til að vera með fyrirlestra röð fyrir félagið, það vantar alltaf sjálfboðaliða. Við getum kallað hann „ Hvar er timann að finna "

Þröstur hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir sín störf, nú siðast var hann gerður að heiðursfélaga IBA þann 04. April 2022.

1990 var hann sæmdur gullmerki Íþróttasambands fatlaðra.

1995 á 80 ára afmæli félagsins var hann sæmdur gullmerki Þórs.


Íþróttafélagið Þór óskar Þresti til hamingju með heiðursfélaganafnbótina og þakkar honum farsæl störf í þágu félagsins.

Myndaalbúm frá athöfninni - Ármann Kolbeinsson.