Vel heppnuð afmælisveisla Þórs

Nýjustu gullmerkjahafar Þórs frá vinstri, Tryggvi Gunnarsson, Ingólfur Hermannsson, Reynir og Gísli …
Nýjustu gullmerkjahafar Þórs frá vinstri, Tryggvi Gunnarsson, Ingólfur Hermannsson, Reynir og Gísli Bragi Hjartarssyni og Nói Björnsson formaður Þórs. Mynd Ármann Hinrik

109 ára afmælisveisla Þórs fór fram í gær í Hamri og er var hún vel sótt og hátíðarhöldin gengu vel. Hæst bar á góma stutt kynning Nóa Björnssonar, formanns Þórs á fyrirhuguðum framkvæmdum á Þórssvæðinu en óhætt er að segja að risa stórar fréttir séu af félaginu okkar. Eftirfarandi er bein tilvitnun í ræðu Nóa á afmælishátíðinni í gær;

,,Mig langar að upplýsa ykkur í stuttu máli um þær framkvæmdir sem eru að fara í gang á svæðinu á næstu vikum. Frekari umræður um verkefnin fara fram á félagsfundi sem við stefnum á að halda í þessum mánuði. Nákvæm tímasetning liggur samt ekki alveg fyrir.

1: Gervigras á Ásinn 11/2 völlur, verður líklega samþykkt í bæjarkerfinu í næstu viku

2024 Framkvæmda plan: Stoðveggur settur norðan við svæðið, milli stígsins/grassv. og Bogans. Náum að lengja svæðið okkar um 10-15m þannig. Jarðvegsskipti á Ásnum. Ljós verða sett upp ?

2; 2025: Gervigras, lagt á á vordögum. Undirstöður fyrir stúku steyptar

3: 2026: Frágangur, stúka, okkar verkefni

Hitt verkefnið okkar....

Íþróttahús , hugmynd að húsið nái frá stúku og c.a. að norðurhorni Hamars og teygist uppá Lundinn. Leyfi komið fyrir að teikna upp hús sem verður c.a. 54 X 90

4: 2026

Gerum ráð fyrir að grunnurinn verði tekinn fyrir húsinu vorið 2026. þ.e. fyrir kosningar. Svona lítur þetta í stórum dráttum og óska ég eftir að allir okkar félagsmenn hvar sem þeir standa í pólitík vinni að því að halda þessum meirihluta saman fram að næstu kosningum í það minnsta, við höfum aldrei komist svona nálægt því að fá Íþróttahús byggt á svæðinu."

Óhætt er að segja að þessi orð Nóa séu vægast sagt ótrúlega spennandi og nú geta félagsmenn loksins loksins leyft sér að dreyma um bætta aðstöðu þar sem félagið sameinast í eitt á Þórssvæðinu. 

Nói Björnsson flutti heldur betur gleði tíðindi.

Að lokinni ræðu Nóa voru veitt brons-, silfur- og gullmerki félagsins. Búið er að uppfæra lista yfir þá félaga sem hlutu bronsmerki félagsins, það voru 99 manns sem fengu merkið að þessu sinni. Silfur merkið hlutu þau; Ármann Pétur Ævarsson, Árni Páll Halldórsson, Bjarni Sigurðsson, Elma Eysteinsdóttir, Erla Bryndís Jóhannsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Halldór Kristinn Harðarson, Helga María Sigurðardóttir, Hildur Ýr Kristinsdóttir, Ingi Björnsson, Íris Ragnarsdóttir, Sandra María Jessen, Þóra Pétursdóttir.

Nokkrir af silfurmerkishöfum

Þá var komið að stóru stundinni þar sem gullmerki félagsins voru afhent en að þessu sinni hlutu þeir Bragi Hjartarson, Ingólfur Borgar Hermannsson, Reynir Hjartarson og Tryggvi Gunnarsson. 

Við óskum að öllum heiðursmerkja höfum innilega til hamingju með viðurkenningu sína og þökkum þeim ómetanlegt starf í þágu félagsins. 

Með því að smella HÉR má sjá skemmtilegar myndir sem Ármann Hinrik tók á verðlaunahátíðinni í gær.