Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Ýmir Már Geirsson er genginn til liðs við Þór og hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild. Hann mun því taka þátt í baráttunni með strákunum okkar í Lengjudeildinni í sumar.
Ýmir kemur frá KA, þar sem hann er uppalinn, en hann hefur leikið 78 meistaraflokksleiki fyrir KA, Magna og Dalvík/Reyni og skorað í þeim átta mörk. Þar af eru 26 leikir í efstu deild.
Ýmir er 26 ára gamall og hefur undanfarin ár verið við nám í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið í háskólaboltanum þar í landi. Hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið víða á vellinum á sínum ferli en hann er örvfættur.
Ýmir mætti á sína fyrstu æfingu í Þorpinu í gær og verður klár í slaginn þegar Þór mætir Keflavík í Lengjubikarnum á sunnudag.
Við bjóðum Ými velkominn í Þorpið!
Dagskrá helgarinnar hjá meistaraflokki Þórs.
Fimmtudagur 9.febrúar - Leikmannakynning í Hamri klukkan 19:30
Sunnudagur 12.febrúar - Þór - Keflavík Lengjubikar A-deild í Boganum klukkan 15:00