Opið golfmót körfunnar laugardaginn 9. september

Körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir opnu golfmóti laugardaginn 9. september á Jaðarsvelli.

Leikið verður eftir Texas scramble fyrirkomulagi. Tveir kylfingar saman í liði. Hámarksforgjöf hvers leikmanns er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Nánari upplýsingar og skráning á Golfboxinu.

Fjöldi glæsilegra verðlauna 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 holunum og skemmtilegar útfærslur á 7. og 16. braut. Að auki verða fleiri skemmtileg verðlaun veitt á lokahófinu sem hefst kl. 19:30. Boðið verður upp á léttar veitingar að hætti Jaðar Bistro.

Hægt verður að kaupa aukabolta á 18. braut til að auka líkur á nándarverðlaununum. Verðmæti nándarverðlauna á 18. braut er yfir 100.000 kr.

Skráning er hafin á www.golf.is eða í afgreiðslu GA í síma 462 2974 eða í gagolf@gagolf.is. Mótsgjald er 7.500 kr.