Einar Freyr til reynslu hjá Sturm Graz

Þórsarinn Einar Freyr Halldórsson hefur verið við æfingar í Austurríki undanfarna daga hjá meistaraliðinu Sturm Graz.

Einar Freyr, sem er á átjánda aldursári, æfði með varaliði félagsins og spilaði í gær æfingaleik sem vannst 6-0 og lagði Einar upp eitt mark í leiknum.

Sturm Graz hefur unnið deildina í Austurríki undanfarin tvö ár.

Einar skoraði fjögur mörk í 19 leikjum í deild og bikar með Þór síðasta sumar og var í kjölfarið valinn besti ungi leikmaður Lengjudeildarinnar auk þess að vera í liði ársins hjá Fótbolta.net. Hann fór til reynslu hjá Brann í Noregi að tímabilinu loknu.

Við óskum Einari til hamingju með þetta flotta tækifæri.

Einar eftir æfingaleikinn með varaliði Sturm Graz