Þórsarar í úrslit Íslandsmótsins í Rocket League

Stefán Máni Unnarsson og Elvar Christensen, tveir af fjórum liðsmönnum Þórs sem spila munu til úrsli…
Stefán Máni Unnarsson og Elvar Christensen, tveir af fjórum liðsmönnum Þórs sem spila munu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League-tölvuleiknum.

Lið frá rafíþróttadeild Þórs er komið í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í Rocket League-tölvuleiknum eftir sigur á Breiðabliki í undanúrslitum í dag, 4-3.

Rocket Leauge er bílafótboltaleikur, en upplýsingar um hann og keppnina má finna á vef RLÍS. Liðsmenn Þórs eru Daníel Ingi Hjaltalín, Stefán Máni Unnarsson, Elvar Christensen og Elliot Webb. Úrslitaleikurinn verður í beinni á Twitch-rás mótsins: https://www.twitch.tv/rocketleagueiceland/.

Þórsarar mæta annaðhvort Lava eða Breiðabliki í úrslitaviðureigninni, en hún hefst kl. 15 á morgun, sunnudaginn 14. maí.