Lokað frá kl. 15 á Þorláksmessu - átt þú eftir að ná þér í Þórsvörur?

Athugið að afgreiðsla á jólakúlum, konfekti og öðru fylgir lokunartímum í Hamri. Í kvöld, 22. desember, er opið til kl. 20:30 og á morgun, Þorláksmessu, til kl. 15.

Starfsfólk Þórs fer í jólafrí kl. 15 á Þorláksmessu og bæði Hamri og Boganum lokað. Einnig verður lokað á aðfangadag og að mestu á milli jóla og nýárs, að frátöldum skipulögðum viðburðum sem aulgýstir hafa verið, til dæmis Jólamót Knattspyrnudeildar og áramótabingó Körfuknattleiksdeildarinnar (sjá um þessa viðburði í öðrum fréttum hér á vefnum). 

Það er því ekki eftir neinu að bíða ef þú átt eftir að ná þér í jólakúlu Þórs, þá nýjustu eða eldri útgáfur, jólakonfektið frá Nóa og körfuknattleiksdeildinni eða aðrar Þórsvörur. 

Full starfsemi verður síðan að nýju í Hamri að morgni mánudagsins 2. janúar.