07.12.2023
Einstaklingum og fyrirtækjum gefst kostur á skattaafslætti með því að styrkja knattspyrnudeild Þórs.
07.12.2023
Kjarnafæðimótið í fótbolta hefst með leik Þórs 2 og KA 1 föstudaginn 8.desember.
07.12.2023
Hæfileikamótun er fyrsta skref KSÍ í afreksstarfi sínu þegar kemur að því að velja leikmenn saman á úrtaksæfingar.
04.12.2023
U20 landslið kvenna í knattspyrnu mætir liði Austurríkis í umspilsleik í dag um það hvor þjóðin fær sæti á lokamóti HM U20 í haust.
01.12.2023
Sandra María Jessen er þessa dagana á ferð og flugi með A-landsliði Íslands. Fram undan eru tveir síðustu leikirnir í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið mætir liði Wales ytra í kvöld og svo Dönum í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 5. desember.
28.11.2023
Mátunardagur verður fyrir iðkendur í yngri flokkum knattspyrnudeildar Þórs í Hamri miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15-17. Macron er með afsláttardaga á fatnaði í vefversluninni á macron.is fyrir Þór og Þór/KA til 1. desember.
24.11.2023
Knattspyrnudeild Þórs hefur náð samkomulagi við portúgalska framherjann Rafael Victor um að leika með Þórsliðinu næstu tvö árin.
22.11.2023
Knattspyrnudeild Þórs hefur endurnýjað samninga við Vilhelm Ottó Biering Ottósson og Nökkva Hjörvarsson.
17.11.2023
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeild UEFA. Ísland mætir Wales á útivelli 1. desember og Danmörku, einnig á útivelli, 5. desember.