Rífandi stemning og fyrsti sigur Þórs í Subway
26.09.2023
Það var hátíð í bæ, kátt í Höllinni og frábær stemning í stúkunni þegar Þór tók á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Níu stiga sigur varð niðurstaðan og fyrsti sigur Þórs í Subway-deildinni í höfn. Áreiðanlega ekki sá síðasti miðað við stemninguna í stúkunni og innan liðsins.