Pílukast: Akureyri Open heldur áfram í dag

Risamót píludeildar Þórs, Akureyri Open, hófst í gærkvöld og heldur áfram í dag. Mögulegt er að fylgjast með beinu streymi á YouTube, eða fara á staðinn. Uppselt er á úrslitahátíðina sem hefst kl. 19.

Pílukast: Akureyri Open hefst á morgun

Píludeild Þórs ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það verður væntanlega ljóst um helgina þegar deildin heldur Akureyri Open með yfir 150 keppendum. 

Pílukast: Mikil þátttaka í Fyrirtækjamótinu

Skráningar í Fyrirtkæjamót píludeildar Þórs og Slippfélagsins fóru fram úr björtustu vonum. Alls skráðu 28 fyrirtæki lið í mótið.

Pílukast: Landsliðsæfingar á Akureyri

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, sótti pílufólk á Akureyri heim um helgina og var með æfingar fyrir úrtakshóp landsliðsins í pílukasti áður en endanlegt val á þeim átta körlum og fjórum konum sem keppa munu fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í vor fer fram. 

Pílukast: Ólöf Heiða og Viðar náðu lengst Þórsara á RIG

Níu keppendur frá píludeild Þórs tóku í gær þátt í pílumóti Reykjavíkurleikanna þar sem keppt var í einmenningi í 501. Ólöf Heiða Óskarsdóttir fór í undanúrslit í kvennaflokki og Viðar Valdimarsson í 16 manna úrslit í karlaflokki.

Pílukast: Fyrirtækjamót píludeildar Þórs og Slippfélagsins

Nú er komið aftur að því að píludeild Þórs haldi fyrirtækjamót, en það var síðast haldið fyrir tveimur árum og lofar píludeildin góðri skemmtun. Spilað verður á fimmtudögum, skráningarfrestur til 12. febrúar.

Pílukast: Hrefna Sævarsdóttir Íslandsmeistri öldunga

Hrefna Sævarsdóttir tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitil öldunga (50+). 

Pílukast: Þrjú frá Þór á Íslandsmóti öldunga

Pílukast: Æfingar fyrir yngri iðkendur hefjast í dag

Píludeildin býður krökkum og unglingum á aldrinium 10-16 ára að æfa frítt út janúar. Kjörið tækifæri fyrir áhugasöm að koma og prófa.

Pílukast: Sjö Þórsarar í úrtakshóp fyrir Norðurlandamót

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, hefur valið 44 manna úrtakshóp, 28 karla og 16 konur, fyrir næsta landsliðsverkefni Íslands sem er Norðurlandamót WDF, en mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.