31.10.2023
Það var fjölmennt og mikið fjör hjá píludeild Þórs síðastliðið fimmtudagskvöld. Fullt hús af konum sem tóku þátt í skemmtimóti deildarinnar í tilefni af bleikum október.
31.10.2023
Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld frá kl. 19:30. Þórsarar eiga einn fulltrúa í riðlinum sem spilaður verður í kvöld, Edgars Kede Kedza
24.10.2023
Píludeild Þórs stendur fyrir skemmtimóti fyrir konur í tilefni af bleikum október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
16.10.2023
Aðalstjórn Þórs boðaði til almenns félagsfundar í Hamri síðastliðinn miðvikudag þar sem Nói Björnsson formaður, Ragnar Níels Steinsson varaformaður og Reimar Helgason framkvæmdastjóri fóru yfir og kynntu þá vinnu og þær viðræður sem farið hafa fram um framtíðaruppbyggingu á Þórssvæðinu.
15.10.2023
Metþátttaka er frá píludeild Þórs í Íslandsmótinu í tvímenningi í 501 sem fram fer í Reykjavík í dag og hófst kl. 11.
10.10.2023
Knattspyrnudeild Þórs stendur fyrir skemmtimóti í pílukasti föstudagskvöldið 13. Október. Húsið verður opnað kl. 18:30, mótið hefst kl. 19.
09.10.2023
Meistaramót Þórs í tvímenningi í 501 í pílukasti fór fram í gær. Sigurvegarar og félagsmeistarar eru Sverrir Freyr Jónsson og Viðar Valdimarsson eftir æsispennandi og kaflaskipta viðureign við Davíð Örn Oddsson og Inga Hrannar Heimisson.
07.10.2023
Íslenska pílukastsambandið hefur birt tölur yfir fjölda félagsmanna í hverju aðildarfélagi eða deild sem starfandi er í pílukasti. Þar kemur fram að píludeild Þórs er fjölmennasta aðildarfélagið innan ÍPS.