3.flokkur tryggði sér efsta sætið

Sigurvegarar fyrstu lotu A-deildar
Sigurvegarar fyrstu lotu A-deildar

Þór/KA er sigurvegari fyrstu lotu A-deildar eftir flottan 3-0 sigur á Haukum/KÁ um helgina. Stelpurnar fóru taplausar í gegnum þessa fyrstu lotu þar sem þær unnu sex leiki og gerðu eitt jafntefli. Markatalan úr sjö leikjum 23-4.

Sannarlega glæsileg byrjun á Íslandsmótinu hjá stelpunum en í ár er leikið með nýju fyrirkomulagi í 3.flokki þar sem Íslandsmótið er leikið í þremur lotum. Nú er fyrstu lotu lokið og verða stelpurnar áfram meðal bestu liða landsins í lotu 2 sem hefst seinni partinn í maí.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í riðlinum.

Raunar teflir 3.flokkur fram tveimur liðum í keppni A-liða og leikur Þór/KA 2 í C-deild. Þær gerðu góða ferð til Hafnar á Hornafirði um helgina þar sem þær unnu 1-2 sigur og eru þær einnig taplausar á toppi deildarinnar þegar einum leik er ólokið.

Liðið sem vinnur C-deildina færist upp í B-deild í næstu lotu.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í riðlinum

Þjálfarar flokksins eru Pétur Heiðar Kristjánsson, Birkir Hermann Björgvinsson og Ágústa Kristinsdóttir.

Þór/KA 2 sáttar eftir góða dagsferð á Höfn í Hornafirði