4.flokkur A-deildarmeistari

A-lið 4.flokks karla tryggði sér í dag sigur í A-deild 4.flokks. Strákarnir fóru taplausir í gegnum mótið og unnu deildina því örugglega.
 
Alls teflir Þór fram fjórum liðum í 4.flokki sem öll áttu góðu gengi að fagna en B-liðið er einnig á leið í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil eftir að hafa hafnað í 2.sæti á meðan C og D höfnuðu bæði í efri hlutanum í sinni deild.
 
 
September verður sannkallaður stórleikjamánuður hjá strákunum sem eru einnig komnir í úrslitaleik bikarkeppninnar!
 
Þjálfarar flokksins eru Garðar Marvin Hafsteinsson, Ármann Pétur Ævarsson og Aðalgeir Axelsson.