Æfingatafla handboltans-frítt í september

Æfingar vetrarins eru hafnar fyrir yngri flokka handboltans. Okkar heimavöllur er enn sem komið er Síðuskóli og eru æfingar þar fyrir alla flokka, nema þann elsta sem er 3. flokkur. Hann æfir ýmist í Síðuskóla eða Íþróttahöllinni. 

Í september er í boði að koma og æfa frítt og hvetjum við því alla sem langar að prufa handbolta að kíkja á æfingar í sínum flokki. Hér fyrir neðan er tengill á æfingatölfu vetrarins og upplýsingar um þjálfara. 

Æfingatafla 2022-2023