Ágætur árangur hjá Taekwondo-fólki

Taekwondo-krakkar frá Þór voru félaginu til sóma á AT-móti í Kópavogi um helgina.
Taekwondo-krakkar frá Þór voru félaginu til sóma á AT-móti í Kópavogi um helgina.

Síðastliðinn laugardag fór fram í Kópavogi AT-mót Taekwondo Akademíunnar. Mótið var fyrsta af fjórum mótum á þessu keppnisári en um er að ræða æfingamót í bardaga ætlað iðkendum á aldrinum 4-12 ára.

Taekwondo-deild Þórs var með sjö keppendur á mótinu sem stóðu sig með prýði, bæði í hegðum og keppni og unnu Kristrún Erla Kristinsdóttir og Kolbeinn Reynir Sigurðsson bæði keppni í sínum flokki.