Ágóði af skemmtimóti rann til KAON

Fjölmennt og skrautlegt á skemmtimóti píludeildarinnar. Myndin er af Facebook-síðu píludeildar Þórs.…
Fjölmennt og skrautlegt á skemmtimóti píludeildarinnar. Myndin er af Facebook-síðu píludeildar Þórs.
- - -

Það var fjölmennt og mikið fjör hjá píludeild Þórs síðastliðið fimmtudagskvöld. Fullt hús af konum sem tóku þátt í skemmtimóti deildarinnar í tilefni af bleikum október.

Alls voru 46 konur skráðar til leiks og spilaður tvímenningur. Sigurvegarar urðu Laufey Jónsdóttir og Gunnur Lilja Júlíusdóttir. Segja má að allar sem tóku þátt, píludeildin og ekki síst Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hafi verið sigurvegarar kvöldsins því þátttökugjaldið rann óskipt til Krabbameinsfélagsins.

Upplýsingar og myndir frá viðburðinum má finna á Facebook-síðu deildarinnar.

Píludeildin hefur núna í nokkurn tíma staðið fyrir kvennakvöldum í pílukastinu þar sem konum gefst kostur á að koma og prófa. Hægt er að fá lánaðar pílur og fá leiðsögn hjá vönu pílufólki. Kvennakvöldin eru fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði.


Sigurvegarar í skemmtimótinu, Laufey Jónsdóttir og Gunnur Lilja Júlíusdóttir. Myndin er af Facebook-síðu píludeildarinnar.