Alexander Linta þórsgoðsögn í löngu viðtali

Alexander Linta í leik með Þór árið 2011.
Alexander Linta í leik með Þór árið 2011.

Þeir Hafliði Breiðfjörð, eigandi og framkvæmdastjóri Fótbolta.net og Elvar Geir Magnússon, ritstjóri  voru í Serbíu fyrir stuttu og hittu þar fyrir sannkallaða goðsögn í Þór. Það er að segja okkar mann Alexandar Linta. Viðtalið er afar skemmtilegt og ekki skemmi fyrir hversu fallega Linta hugsar til Þórs. En hann talar mjög vel um félagið og fyrrum þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta, Lárus Orra Sigurðsson. Linta er nú þjálfari hjá einu stærsta félagsliði Serbíu og þykir afar fær í sínu fagi, rétt eins og þegar hann var leikmaður hjá Þór.

Grípum aðeins niður í orð Linta í viðtalinu:

„Svo hafði Þór samband í apríl og bauð mér að koma og við komumst að samkomulagi. Mér líkaði virkilega vel á Akureyri og þá sérstaklega hjá Þór. Þegar ég lít yfir það sem er liðið voru þetta líklega mín bestu ár. Ég hafði komið mér fyrir með fjölskyldu, átti konu og börn og var afslappaður og naut þess að spila fótbolta. Mér fannst þetta svo gaman, þetta var góður hópur. Þór er fjölskyldufélag, ég er ekki að segja að KA sé það ekki, en Þór er meira fjölskyldufélag fannst mér..."

„...Ég og Lárus Orri unnum mjög vel saman. Enn þann dag í dag spjöllum við öðru hvoru saman og hann fylgist með því sem ég er að gera. Ég fíla svona menn, með skap og karakter. Það eru ekki margir svona. Hann átti líka góðan feril og það er bara því hann var harður, hann hafði ekki gríðarlega hæfileika en hafði trú á sér og náði að standa sig vel með landsliðinu, Stoke og WBA," sagði hann."

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér: https://www.fotbolti.net/news/11-04-2022/alveg-gattadur-thegar-eg-vard-vitni-ad-thessu?fbclid=IwAR2iimp5gJkF9-0JUNR154dldiwUYHtyLLazT0eoz7RDQ6o5-0lMFLZDFts

Myndirnar sem fylgja fréttinni hér á thorsport.is er fengnar að láni með góðfúslegu leyfi Hafliða Breiðfjörð.