Angela lék sinn tíunda landsleik

Angela hér í treyju númer 14.
Angela hér í treyju númer 14.

Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir voru fulltrúar Þórs/KA í undankeppni EM 2023 hjá landsliðum U17.

Íslenska liðið tapaði 4-6 gegn Frakklandi í síðasta leik liðsins í fyrstu umferð undankeppni EM 2023 en hvorki Angela né Krista komu við sögu í leiknum.

Ísabella Sara Tryggvadóttir gerði þrennu fyrir íslenska liðið og Harpa Helgadóttir eitt.

Angela lék tvo af þremur leikjum Íslands í verkefninu en Krista Dís kom inn á sem varamaður í 1-3 tapi gegn Sviss.

Í fyrsta leiknum gerði íslenska liðið 3-3 jafntefli við Ítalíu.

Þetta þýðir að Ísland endar í neðsta sæti riðilsins og fellur því í B deild fyrir næstu umferð undankeppninnar. Í ljósi þess á liðið ekki möguleika á sæti í lokakeppninni næsta sumar, en þau sjö lið sem vinna sína riðla í A deild í annarri umferð undankeppninnar komast beint þangað.

Angela hefur nú leikið tíu landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og Krista Dís níu.