Annar sigur Þórs í Subway

Lore Devos hefur verið áberandi í leikjum Þórsliðsins til þessa. Á því varð engin breyting í gær. My…
Lore Devos hefur verið áberandi í leikjum Þórsliðsins til þessa. Á því varð engin breyting í gær. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.
- - -

Þór vann öruggan sigur á liði Snæfells í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gær. Lore Devos skoraði 28 stig, Maddie Sutton tók 17 fráköst og Eva Wium Elíasdóttir átti níu stoðsendingar.

Liðunum gekk illa að skora í upphafi, fyrstu stigin komu ekki fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu. Leikurinn var jafn í nokkrar mínútur, en um miðjan fyrsta leikhluta keyrðu Þórsarar fram úr, skoruðu 15 stig í röð og breyttu stöðunni úr 6-7 í 21-7. Reyndar komu 19 stig í röð því staðan var orðin 25-7 í byrjun annars leikhluta þegar Snæfell skoraði næstu stig. Annar leikhluti var nokkuð jafn, en seinni hálfleikurinn var eign Þórsara sem keyrðu fram úr og unnu að lokum 39 stiga sigur. Lore Devos og Maddie Sutton voru mest áberandi í Þórsliðinu, Lore stigahæst og Maddie tók flest fráköst eins og í fyrri leikjum. Eva Wium Elíasdóttir átti níu stoðsendingar.

Þór - Snæfell (21-7) (16-15) 37-22 (25-15) (24-10) 86-47


Stefán Þór Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar, og Lore Devos, Þórsari leiksins, sem fékk að launum gjafabréf frá AK-inn. Mynd: Páll Jóhannesson.

Stig/fráköst/stoðsendingar

Þór: Lore Devos 28/10/2, Maddie Sutton 14/17/5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 11/9/1, Heiða Hlín Björnsdóttir 6/5, Hrefna Ottósdóttir 6/5/1, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 4/3, Eva Wium Elíasdóttir 4/4/9, Vaka Bergrún Jónsdóttir 2/1

Snæfell: Mammusu Secka 20/11, Eva Rupnik 16/5/3, Dagný Inga Magnúsdóttir 4, Jasmina Jones 4/3/2, Shaw Shawnta 3/8/0, Ingigerður Sól Hjartardóttir 0/2/1, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 0/3/2, Heiðrún Edda Pálsdóttir 0/1/0.


Fyrir leik gegn Snæfelli. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þór hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Grindavík og Keflavík hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa, en Njarðvík og Haukar hafa unnið tvo leiki, eins og Þór. Næsti leikur er útileikur gegn Íslandsmeisturum Vals.

  • Deild: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Valur - Þór
  • Staður: Origo-höllin
  • Dagur: Miðvikudagur 11. október
  • Tími: 18:00
  • Beint á Stöð 2 sport kl. 17:50.