Aron Ingi og Bjarni Guðjón spiluðu í tapi gegn Frökkum

Byrjunarlið Íslands í leiknum. Mynd af vef KSÍ - Hulda Margrét
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Mynd af vef KSÍ - Hulda Margrét

Þórsararnir Aron Ingi Magnússon og Bjarni Guðjón Brynjólfsson voru í byrjunarliði U19 ára landsliðs Íslands gegn Frökkum í undankeppni EM í gær.

Leiknum lauk með 0-2 sigri Frakka sem hafa á að skipa sterku liði en til að mynda unnu Frakkarnir 7-0 sigur á Kasakstan í fyrstu umferð.

Aron Ingi lék allan leikinn í stöðu vængbakvarðar á meðan Bjarni Guðjón lék fyrsta klukkutímann á miðju íslenska liðsins. Bjarni fékk að líta gula spjaldið skömmu áður en honum var skipt af velli á 62.mínútu.

Íslenska liðið mætir Kasökum í lokaleik riðilsins á þriðjudag en tvö efstu lið riðilsins munu fara áfram í næstu umferð.