Aron Máni og Bjarmi Fannar til Dalvíkur/Reynis

Þórsararnir Aron Máni Sverrisson og Bjarmi Fannar Óskarsson eru gengnir til liðs við Dalvík/Reyni og hafa báðir gert tveggja ára samning við nágranna okkar á Dalvík.

Aron Máni og Bjarmi Fannar eru fæddir árið 2002 og fóru saman upp í gegnum alla yngri flokka Þórs. Þeir voru lánaðir til Dalvíkur/Reynis á síðasta tímabili og hjálpuðu liðinu að vinna sig upp úr 3.deildinni. Alls voru níu uppaldir Þórsarar í liði Dalvíkur/Reynis síðasta sumar.

Aron og Bjarmi áttu eitt ár eftir af samningi sínum við Þór en félagið samþykkti á dögunum að þeir myndu færa sig um set.

Við óskum Aroni og Bjarma góðs gengis í komandi verkefnum og hlökkum til að fylgjast með þeirra framþróun í fótboltanum.