Átján Þórsarar á Íslandsmótinu í tvímenningi í 501

Þórsarar mættir á Bullseye í morgun. Metþátttaka er frá píludeild Þórs, alls 18 keppendur.
Þórsarar mættir á Bullseye í morgun. Metþátttaka er frá píludeild Þórs, alls 18 keppendur.

Metþátttaka er frá píludeild Þórs í Íslandsmótinu í tvímenningi í 501 sem fram fer í Reykjavík í dag og hófst kl. 11.

Alls eru 18 keppendur frá píludeild Þórs, fjórar konur og fjórtán karla. Í kvennaflokki eru níu pör og spilað í tveimur riðlum. Fulltrúar píludeildar Þórs í kvennaflokki eru Ólöf Heiða Óskarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir sem spila í A-riðli og Sunna Valdimarsdóttir og Dóra Óskarsdóttir í B-riðli. Átta lið af þessum níu fara áfram í útsláttarkeppni eftir að spilað hefur verið í riðlunum.

Í karlaflokknum eru sjö pör frá píludeild Þórs, en spilað er í átta riðlum. Þar fara fjögur lið áfram úr hverjum riðli í 32ja liða úrslit.

A-riðill: Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza
B-riðill: Andri Geir Viðarsson og Sverrir Freyr Jónsson
B-riðill: Jón Svavar Árnason og Friðrik Gunnarsson
C-riðill: Jason Wright og Ágúst Örn Vilbergsson
D-riðill: Valþór Atli Birgisson og Steinþór Már Auðunsson
E-riðill: Davíð Örn Oddsson og Viðar Valdimarsson
G-riðill: Sigðurður Þórisson og Garðar Þórisson

Hér er hægt að fylgjast með mótinu:

Upphaflega átti mótið að fara fram í pílusetrinu að Tangarhöfða, aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur, en vegna mikillar þátttöku var það fært á Bullseye við Snorrabraut.


Hitað upp áður en mótið byrjaði. Myndir frá píludeild Þórs.