Baráttan um Norðurlandið

Á morgun, miðvikudag tekur Þór á móti Tindastóli í 1 deild kvenna í körfubolta, þetta verður nágrannaslagur af bestu gerð. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Bæði liðin fögnuðu sigri í fyrstu umferðinni en þá lagði Þór lið Ármanns 63:58 í íþróttahöllinni en Tindastóll sigraði b lið Breiðabliks 95:26 í leik sem fram fór á Sauðárkróki.

Þegar þessi nágrannalið mætast er mikið undir þar sem leikmenn beggja lið leggja allt í sölurnar til þess að landa sigri og svo er grobbrétturinn undir. Þá er ekki bara mikið fjör innan vallar heldur er mikið um dýrðir í stúkunni stuðningsmenn beggja liða vilja fara heim með grobbréttinn góða.

Til gamans þá má geta þess að þegar liðin mættust í höllinni á síðasta tímabili hafði Þór betur 63:58. En miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum síðan þá svo þau úrslit hjálpa ekkert á morgun svo mikið er víst.

Heiða Hlín Björnsdóttir fyrirliði segir það ótrúlega mikilvægt að stuðningsmenn fjölmenni á leikinn og hvetji Þór til sigurs. „Það er fáránlegt hvað það hefur mikil áhrif á mann sjá fulla stúku, öll börnin brjáluð, mömmur og pabbar, vinir og vandamenn Þetta gefur okkur miklu meira en fólk áttar sig á. Þannig að ég hvet alla til að mæta og sérstaklega í þennan grannaslag því það kemur alveg fullt af fólki af Króknum og við þurfum að vinna þau líka í stúkunni“ sagði Heiða Hlín. Hér að neðan er svo ítarlegt viðtal við fyrirliðann þar sem hún spáir í leikinn.

Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Vert er að hvetja fólk til þess að kynna sér kosti þess að vera aðilar að Sjötta manninum stuðningsmannaklúbbi deildarinnar. Upplýsingar um klúbbinn og skráning smellið HÉR.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á ÞórTV.

Smellið HÉR til þess að sjá viðtalið við Heiðu Hlín

Áfram Þór alltaf, alls staðar