Baráttan um Norðurlandið

Baráttan um Norðurlandið

Það verður án efa hart tekist á þegar Þór og Tindastóll mætast á morgun, miðvikudag í íþróttahöllinni í 1. deild kvenna í körfubolta, leikurinn hefst klukkan 19:15.

Þegar liðin mætast skilja heil tuttugu stig liðin að þar þar sem Þór er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig en Tindastóll er í áttunda og næst neðsta sætinu með 4 stig.

En varast ber að vanmeta lið Tindastóls þótt staða þeirra sé ekki góð sem stendur, því þegar þessi lið mætast á körfuboltavellinum er engin að velta því fyrir sér hver staða liðanna sé í deildinni, þetta er leikur sem hvorugt liðið vill tapa.

Leikur liðanna á morgun verður þriðja innbyrðisviðureign liðanna í vetur. Fyrri viðureign liðanna sem fram fór í höllinni í lok september vann Þór 74:52. Þór vann einnig seinni viðureignina sem fram fór á Sauðárkróki lokatölur 66:87.

Í síðustu umferð lagði Þór lið Ármanns 77:66 í leik sem fram fór í íþróttahöllinni en á sama tíma tapaði Tindastóll gegn KR á heimavelli 64:72.

Eins og áður hefur komið fram er svo mikið undir þegar þessi tvö nágrannalið mætast, þetta er í raun baráttan um Norðurlandið, barátta sem hvorugt liðið vill tapa.

Þetta er þannig leikur sem engin áhugamaður um körfubolta vill láta framhjá sér fara. Því hvetjum við fólk til þess að fjölmana á leikinn og styðja Þór til sigurs.

Miðaverð á leikinn er 2.000 krónur og frítt fyrir 16 ára og yngri og leikurinn hefst klukkan 19:15.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Staðan í deildinni

Körfubolti er skemmtileg íþrótt - Áfram Þór alltaf, alls staðar