Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsararnir Bergvin Ingi Magnússon og Pétur Nikulás Cariglia voru hluti af U16 landsliði Íslands sem lauk keppni á Norðurlandamótinu á dögunum og hafnaði íslenska liðið í 2.sæti.
Svíar sátu uppi sem sigurvegarar mótsins en íslenska liðið vann alla leiki sína nema einn. Eina tap Íslands var gegn Svíþjóð, en það lið vann mótið á þeirri innbyrðisviðureign gegn Íslandi.
Næst á dagskrá hjá liðinu er Evrópumót, en það fer fram í Skopje í Makedóníu 6. til 17. ágúst.
Við óskum drengjunum til hamingju með góðan árangur og góðs gengis í framhaldinu.