Bjarni Guðjón skoraði fyrir U19 í sigri á Noregi

Bjarni Guðjón Brynjólfsson
Bjarni Guðjón Brynjólfsson

Þrír Þórsarar komu við sögu í 3-1 sigri U19 landsliðs Íslands í fótbolta í dag.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði þriðja mark Íslands eftir að hafa komið inná sem varamaður eftir klukkutíma leik.

Kristófer Kristjánsson og Aron Ingi Magnússon komu einnig við sögu. Kristófer var í byrjunarliði en Aron Ingi kom inn á þegar lítið var eftir af leiknum. Báðir voru þeir að leika sinn fyrsta landsleik en þetta var þriðji landsleikur Bjarna.

Leikið er í Svíþjóð og leika strákarnir gegn Svíum á laugardag.