Bombumót Píludeildar 29. desember

Píludeild Þórs heldur sitt árlega Bombumót fimmtudagskvöldið 29. desember.
 
Húsið verður opnað kl. 18:30 og mótið hefst kl. 19:30. Skráningarfrestur er til kl. 16:00 á fimmtudag. Þátttökugjald er 2.000 krónur á hvern keppanda. Spilaður verður tvímenningur, vanur og óvanur saman í liði. Ef einhver sem eru áhugasöm en eru stök má endilega hafa samband við einhverja úr stjórn deildarinnar eða senda á pila@thorsport.is og þá verður allt gert til að finna meðspilara.
 
Smellið hér til að skrá ykkur.