Bras í fjórða og tap í Dalhúsum

Fátt gekk upp í fjórða leikhlutanum hjá Þórsliðinu sem kemur tómhent heim úr Dalhúsum eftir átta stiga tap gegn Fjölni í kaflaskiptum leik í annarri umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta.

Fjölnir hafði frumkvæðið í fyrri hálfleiknum, náði mest 11 stiga forskoti, en Þórsliðið náði að vinna upp þann mun og Fjölnir með tveggja stiga forskot eftir fyrri hálfleikinn. Þórsliðið náði góðu áhlaupi í þriðja leikhluta, mest sjö stiga forskoti, en munurinn þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Það gekk hins vegar brösuglega hjá okkar konum lengst af í fjórða leikhlutanum og það nýttu Fjölniskonur sér og náðu góðu forskoti sem dugði þeim til sigurs.

Hrefna Ottósdóttir var stigahæst í Þórsliðinu emð 19 stig, Lore Devos 15 og Eva Wium tíu. Maddie Sutton var öflug í fráköstunum eins og oftast áður, tók 19 fráköst í kvöld. Hjá Fjölni var Raquel De Lima Viegas stigahæst með 35 stig og Korinne Campbell með 17. Eins og í sigurleiknum gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni hafði Þórsliðið yfirburði í fráköstum, samtals með 55 fráköst gegn 38 fráköstum Fjölniskvenna, en töpuðu boltarnir voru helst til of margir, 16 hjá Þórsliðinu á móti níu töpuðum boltum Fjölniskvenna.

Niðurstaðan vonbrigði eftir að Þórsliðið virtist vera að ná tökum á leiknum í þriðja leikhluta sem þær náðu svo ekki að fylgja eftir til enda.

Stig/mörk/stoðsendingar

Þór
Hrefna Ottósdóttir 19/7/1, Lore Devos 15/5/2, Eva Wium Elíasdóttir 10/5/7, Maddie Sutton 8/19/2, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 5/2/1, Jovanka Ljubetic 3/2/0, Heiða Hlín Björnsdóttir 2/6/0. Karen Lind Helgadóttir og Emma Karólína Snæbjarnardóttir tóku eitt frákast hvor.

Fjölnir
Raquel De Lima Viegas 35/2/8, Korinne Campbell 17/16/2, Heiður Karlsdóttir 10/9/2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 6/1/3, Victoría Lind Kolbrúnrdóttir 2 stig. Stefanía Tera Hansen tók þrú fráköst, Sigrún María Birgisdóttir og Nína Jenný Kristjánsdóttir eitt hvor.

Fjölnir - Þór: 21-15 🔺13-17🔺34-32🔺15-18🔺21-12 🔺 70-62

Næst

  • Deild: Subway-deildin
  • Leikur: Þór - Snæfell
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Sunnudagur 8. október
  • Tími: 18:15