Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við Danann Christian Greko Jakobsen um að leika með liðinu út árið 2027.
Greko kemur til Þórs frá Hvidovre í Danmörku þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil en hann hefur einnig leikið fyrir Lyngby, SonderjyskE, Bröndby og Roskilde á sínum ferli.
Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið allar stöður framarlega á vellinum.
Greko, sem er 32 ára gamall, hefur leikið 196 leiki í dönsku úrvalsdeildinni og skorað í þeim 36 mörk en á einnig yfir 100 leiki í dönsku B-deildinni.
Greko er mættur til Akureyrar og mun hefja æfingar með liðinu strax en fær félagaskipti þegar félagaskiptaglugginn hérlendis opnar þann 17.júlí næstkomandi.
Við bjóðum Greko velkominn í Þorpið!