Handboltahappdrætti: Drætti frestað til 17. janúar

Enn er hægt að fá miða í jólahappdrætti Handknattleiksdeildar. Dregið verður 17. janúar.

Áhugasöm geta haft samband beint við einhvern leikmann í hópnum eða sent skilaboð í gegnum Facebook-síðuna Þór Akureyri - handbolti. Fjöldi veglegra vinninga er í boði. Aðalvinningurinn er samsettur úr inneignum/gjafabréfum frá Nice Air, Icewear, Svefni og heilsu og Elko, samtals að verðmæti 155.000 krónur.

Verð á stökum miða er 2.000 krónur, en í boði er að kaupa þrjá miða á 5.000 krónur.

Aðeins verður dregið úr seldum miðum.

Upplýsingar um happdrættið og vinningaskrá má sjá í eldri frétt hér á heimasíðunni.