Tap hjá KA/Þór og sigu niður um sæti

Staðan í Olís-deild kvenna. Skjáskot af mbl.is.
Staðan í Olís-deild kvenna. Skjáskot af mbl.is.

KA/Þór mjakaðist niður um sæti með ósigri í dag á sama tíma og Haukar unnu sinn leik.

KA/Þór fékk Val í heimsókn. Gestirnir fóru heim með bæði stigin, lokatölur 20-23. Haukar heimsóttu neðsta lið deildarinnar, HK, og náðu að sigra í Kópavoginum. KA/Þór eru því aftur jöfn að stigum, bæði með 10 stig, en Haukar með betri markamun.

Lítið var skorað í leiknum í dag. Gestirnir tóku forystuna og héldu henni í byrjun þar til KA/Þór jafnaði í 6-6, en áður hafði Valur náð mest þriggja marka forystu. Út fyrri hálfleikinn var munurinn síðan 1-2 mörk og staðan 12-13 í leikhléi.

Valur hélt síðan áfram frumkvæðinu í seinni hálfleiknum. Munurinn varð mestur fjögur mörk í fyrri hluta seinni hálfleiksins, en endaði í þremur mörkum þegar upp var staðið, 20-23.

Mörk og varin skot

KA/Þór
Mörk: Ida Margrethe Hoberg 7, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Natahlia Soares 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1 og Rut Jónsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 12 (34,3%).

Valur
Mörk: Thea Imani Sturludóttir 8, Mariam Eradze 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1 og Sara Dögg Hjaltadóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 8 (28,6%).

Stelpurnar eiga fyrir höndum erfiðan útileik í 15. umferðinni, en þær fara til Eyja og mæta ÍBV laugardaginn 4. febrúar kl. 14.

Tölfræði leiksinis á hbstatz.is.
Olís-deildin (úrslit ekki komin inn þegar þessi frétt var rituð).