Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
				
									Í frásögn á heimasíðu Samherja í gær er sagt frá aldarfjórðungsafmæli Ungmennafélagsins Óþokka. Óþokkarnir hafa verið áberandi á Pollamótum, unnið til verðlauna, einkum í eldri flokkunum, fengið heiðursverðlaun, búningaverðlaun og hvaðeina.
Víst er að Pollamótin væru fátækari ef ekki væri fyrir þátttöku Óþokkanna því þessi félagsskapur sendir á hverju ári yfirleitt þrjú til fjögur lið til þátttöku, ef ekki fleiri. Einhver árin hafa konurnar líka tekið þátt undir nafninu Íþróttafélagið Þokki.
Óþokkarnir æfa tvisvar í Boganum tvisvar í viku yfir veturinn, en þeirra eiginlegi heimavöllur er í Árskógi þar sem útiæfingar fara fram yfir sumarið. Pollamótin eru ekki einu viðburðir á dagskrá Óþokkanna því þeir hafa tekið þátt í mótum erlendis einnig.
Við óskum Óþokkunum til hamingju með afmælið og hlökkum til að sjá þá spræka, sprellandi og sprettharða á Pollamótinu í júlí.