Þeir hafa verið í þessum bransa í 25 ár!

Eitt af fimm liðum sem Óþokkar sendu á Pollamótið 2022. Félagsskapurinn hlaut búningaverðlaun mótsin…
Eitt af fimm liðum sem Óþokkar sendu á Pollamótið 2022. Félagsskapurinn hlaut búningaverðlaun mótsins að þessu sinni, íklæddir fagurbláum búningum með Úkraínuhjarta. Vel viðeigandi á árinu 2022. Mynd: HarIngo

Í frásögn á heimasíðu Samherja í gær er sagt frá aldarfjórðungsafmæli Ungmennafélagsins Óþokka. Óþokkarnir hafa verið áberandi á Pollamótum, unnið til verðlauna, einkum í eldri flokkunum, fengið heiðursverðlaun, búningaverðlaun og hvaðeina.

Víst er að Pollamótin væru fátækari ef ekki væri fyrir þátttöku Óþokkanna því þessi félagsskapur sendir á hverju ári yfirleitt þrjú til fjögur lið til þátttöku, ef ekki fleiri. Einhver árin hafa konurnar líka tekið þátt undir nafninu Íþróttafélagið Þokki.

Óþokkarnir æfa tvisvar í Boganum tvisvar í viku yfir veturinn, en þeirra eiginlegi heimavöllur er í Árskógi þar sem útiæfingar fara fram yfir sumarið. Pollamótin eru ekki einu viðburðir á dagskrá Óþokkanna því þeir hafa tekið þátt í mótum erlendis einnig.

Við óskum Óþokkunum til hamingju með afmælið og hlökkum til að sjá þá spræka, sprellandi og sprettharða á Pollamótinu í júlí.

Greinin á vef Samherja.