Fréttir & Greinar

Handbolti: Tveggja marka tap fyrir toppliðinu

Körfubolti: Fyrstu bikarmeistararnir á 60 ára afmæli Þórs

Á meðan Þórsstúlkur dagsins í dag og þjálfarar þeirra huga að leik dagsins, einbeita sér að hugarfari og leikkerfum og sjá fyrir sér bikarlyftingu í leikslok, heldur fréttaritari heimasíðunnar áfram að líta um öxl. Við erum áfram á 8. áratug liðinnar aldar þegar stelpurnar okkar voru bestar. 

Stórmeistaramótið: Tap í undanúrslitum

Íslandsmeistarar Þórs náðu ekki að fylgja góðum árangri í Ljósleiðaradeildinni eftir í Stórmeistaramótinu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur og lýkur með úrslitaleik í kvöld.

Körfubolti: Aldrei tapað bikarúrslitaleik!

Bikarúrslit: Upp er runninn öskurdagur!

Þegar Þórsstelpurnar stíga á fjalirnar í Laugardalshöllinni í kvöld og mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VÍS-bikarsins verða liðnir 17.879 dagar frá því að okkar konur hömpuðu bikarnum í Íþróttaskemmunni á Akureyri síðdegis laugardaginn 12. apríl 1975, eða 48 ár, 11 mánuðir og 12 dagar. Það er því ekki nema von að litið sé á þennan leik í kvöld sem stórviðburð í sögu félagsins.

Handbolti: Erfitt verkefni hjá KA/Þór, en enn er von

Lokaumferðin í Olísdeild kvenna í handbolta verður spiluð í dag og hefjast allir leikirnir kl. 17:30. KA/Þór sækir Fram heim og þarf á stigi að halda, í það minnsta, til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni. 

Handbolti: Þórsarar fá topplið deildarinnar í heimsókn

Þórsarar taka á móti toppliði Grill 66 deildarinnar í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 15. 

Knattspyrna: Þór/KA og Breiðablik mætast í undanúrslitum

Þór/KA tekur á móti liði Breiðabliks í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna í Boganum í dag kl. 15. Vakin er athygli á breyttum leiktíma.

Bikarúrslit: Höfum sýnt að við getum unnið þær!

„Þetta var svo frábær sigur á miðvikudaginn!“ sagði hin magnaða Lore Devos þegar fréttaritari heyrði í henni hljóðið í aðdraganda leiksins á morgun. Lore hefur reynst félaginu dýrmæt í harðri baráttu í Subway-deildinni og VÍS-bikarnum á leiktíðinni. Hún er næstum alltaf stigahæst leikmanna liðsins, tekur að jafnaði mikið af fráköstum og er áberandi og mikilvæg í öllum aðgerðum liðsins. 

Egill Orri til FC Midtjylland

Egill Orri Arnarsson mun ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC Midtjylland í sumar.