Fréttir & Greinar

Knattspyrna: Fyrsta tapið hjá Þór/KA í Lengjubikarnum

Þór/KA náði ekki að klára riðil 2 í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu með fullu húsi. Stjarnan kom í veg fyrir það, vann í Boganum og fylgir Þór/KA í undanúrslitin.

Handbolti: Næstsíðasta hálmstráið hjá KA/Þór

KA/Þór tekur á móti Aftureldingu í næstsíðustu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í KA-heimilinu í dag kl. 17:30. Sigur er lífsnauðsynlegur fyrir KA/Þór.

Knattspyrna: Þór/KA tekur á móti Stjörnunni

Þór/KA leikur lokaleik sinn í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag kl. 15. Stjarnan kemur í heimsókn norður.

Körfubolti: Sigur gegn Sindra á Hornafirði

Þórsarar mjökuðu sér upp um sæti í 1. deild karla í körfubolta í kvöld með sigri á Sindra á útivelli.

Körfubolti: Sætt að fara í Höllina með uppeldisfélaginu

„Stóra stundin er að renna upp!“ Þannig auglýsir körfuknattleiksdeild Þórs leik sem fram fer miðvikudagskvöldið 20. mars. Og það er sannarlega stór stund því stelpurnar okkar í körfuboltanum eru á leið í Laugardalshöllina. Ekki seinna vænna að spila þar áður en ný þjóðarhöll verður byggð!

Körfubolti: Þórsarar sækja Sindra heim í kvöld

Þór mætir Sindra á Hornafirði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.

Knattspyrna: Blikar stálu á elleftu stundu

Þátttöku Þórsara í A-deild Lengjubikars karla lauk í gær, á sjöundu mínútu uppbótartíma í undanúrslitaleik gegn Breiðabliki.

Höldur styrkir unglingaráð knattspyrnudeildar

Knattspyrna: Þór mætir Breiðabliki í undanúrslitum í dag

Þórsarar taka á móti Blikum í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 16:30. Þessi lið mættust á sama stað í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrir tæpum tíu árum.

Tækniskóli Þórs og Þórs/KA í páskafríinu

Aukaæfingar í páskafríinu.