Davíð Örn semur við Þór

Davíð Örn Aðalsteinsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Þór.

Davíð Örn er 16 ára gamall varnarmaður, fæddur árið 2006, og hefur verið viðloðandi æfingahóp meistaraflokks undanfarið ár. Hann gerir samning út árið 2024.

Davíð kemur úr unglingstarfi félagsins og er að klára 3.flokk í haust. Þrátt fyrir að leika í vörn hefur Davíð skorað sex mörk í átta leikjum í Íslandsmóti 3.flokks í sumar og hjálpað liðinu að vinna sér sæti í A-deild. Hann spilar einnig með 2.flokki.

Óskum Davíð til hamingju með sinn fyrsta samning og hlökkum til að fylgjast áfram með honum vaxa og dafna.

Davíð handsalar samninginn við Bjarna Sigurðsson, formann knattspyrnudeildar.