Deildakeppni píludeildar hefst í kvöld

Spilað er í sex karladeildum og einni kvennadeild, 64 keppendur skráðir til leiks. Keppni í deildum 4 og 5, ásamt kvennadeildinni, hefst í kvöld, en hinar þrjár fara af stað á fimmtudagskvöld.
 
Píludeildin hefur birt upplýsingar og reglur fyrir keppnina í Facebook-hópi deildarinnar og eru þær endurbirtar beint hér:
 
Mikilvægar upplýsingar fyrir keppendur:
  • Deildarkeppnin hefst í vikunni!
  • Fyrsta umferð í Superliga, Superliga 1, Superliga 2 og Superliga 3 fer fram á fimmtudaginn. Húsið opnar kl 17:30 og hefja skal leik eigi síðar en kl 18:15. Aðstaðan er bókuð um kvöldið og því þurfa leikir að vera búnir fyrir kl 19:30!
  • Fyrsta umferð í Superliga 4, Superliga 5 og Superliga KVK fer fram annað kvöld (miðvikudagskvöld). Húsið opnar kl 19:00!
  • Veitt verða verðlaun fyrir efstu tvö sætin í hverri deild!
  • Hægt er að skoða umferðir á þessari slóð hér: https://my.dartconnect.com/league/schedule/SLTHOR/5799
  • Fyrsta umferðin verður nokkuð plönuð en eftir að fyrstu umferð er lokið er hægt að senda á mótherjann og mæla sér mót. Áætlað er að spila einn leik í viku og spila verður samkvæmt plani nema annað sé ákveðið í samráði við mótsstjóra (mótsstjóri er Markús Darri Jónasson).
  • Tvö stig eru fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli
  • Spilaðar verða 17 umferðir (51 píla) og svo búll ef leikur klárast ekki.
  • Búllað er upp á hver byrjar, coin toss upp á hvor byrjar að búlla.
  • Ef eitthvað er óljóst er hægt að senda á mótsstjóra deildarinnar (Markús, Davíð og Viðar).

Hér eru svo myndir frá píludeildinni sem sýna skiptingu keppenda í deildirnar. Áhugavert að sjá hve margir núverandi og fyrrverandi meistaraflokksleikmenn í handbolta, körfubolta og fótbolta eru komnir yfir í pílukastið.