Egill og Pétur með U16 til Möltu

Egill og Pétur við samningaundirskrift fyrr í vetur.
Egill og Pétur við samningaundirskrift fyrr í vetur.

Lúðvík Gunnarsson landsliðsþjálfari U16 karla hefur valið lokahóp sem tekur þátt í UEFA Development móti á Möltu dagana 11.-19. apríl.

Íslenska liðið mun leika gegn Armeníu, Eistlandi og Möltu á mótinu.

Í hópnum eru tveir Þórsarar; þeir Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson. Báðir eru þeir í 3.flokki en hafa verið viðloðandi meistaraflokkshópinn í vetur og léku báðir með Þórsliðinu á undirbúningsmótum.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.