Egill og Pétur stóðu sig vel á Telki Cup

Pétur í treyju númer 2.
Pétur í treyju númer 2.

Þórsararnir Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson voru hluti af U17 ára landsliði Íslands sem tók þátt í sterku æfingamóti á Ungverjalandi í síðustu viku.

Þar mætti íslenska liðið jafnöldrum sínum frá Króatíu, Úsbekistan og Ungverjalandi. 

Egill var í byrjunarliði íslenska liðsins í 2-1 tapi gegn Króatíu og 3-0 tapi gegn Ungverjalandi en Pétur kom inn af varamannabekknum í báðum leikjunum.

Pétur var svo í byrjunarliði í hjarta varnarinnar og lék allan leikinn í 2-0 sigri Íslands á Úsbekistan þar sem Egill kom inn af varamannabekknum og lék síðasta hálftímann.

Pétur hefur nú leikið átta landsleiki samtals fyrir U15, U16 og U17 og Egill samtals níu leiki fyrir sömu lið. Pétur er miðvörður, fæddur árið 2007 og Egill bakvörður, fæddur árið 2008.

Egill hér í treyju númer 3, næst lengst til hægri í neðri röð.